Ferill 262. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 367  —  262. mál.
Tillaga til þingsályktunar


um að fjarlægja kórónu og merki Kristjáns IX af Alþingishúsinu.


Flm.: Björn Leví Gunnarsson.


    Alþingi ályktar að fela forseta Alþingis að fjarlægja kórónu og merki Kristjáns IX af burst á þaki Alþingishússins og setja þess í stað viðeigandi merkingar íslenskrar þjóðar og þings.

Greinargerð.

    Merki Kristjáns IX hefði að sjálfsögðu átt að vera löngu búið að fjarlægja. Tillagan útskýrir sig að öðru leyti sjálf þar sem Alþingi Íslendinga starfar ekki í umboði danskrar krúnu.