Ferill 288. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 402  —  288. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um eftirlit landlæknis með heilbrigðisþjónustu.

Frá Helgu Völu Helgadóttur.


     1.      Hvert hefur umfang eftirlits landlæknis með heilbrigðisþjónustu á vegum hins opinbera annars vegar og einkaaðila hins vegar verið frá árinu 2000? Óskað er eftir að í svarinu komi fram:
                  a.      hvaða opinberu einingum embættinu ber að hafa eftirlit með,
                  b.      hvaða einkareknu einingum embættinu ber að hafa eftirlit með,
                  c.      hvernig ber að haga eftirlitinu,
                  d.      fjöldi stöðugilda hjá embættinu þar sem fyrrgreint eftirlit fer fram,
                  e.      verklag og tíðni eftirlits á hverri rekstrareiningu, og
                  f.      að gerð verði sérstök grein fyrir því hvernig eftirliti með starfsemi lokaðra deilda og meðferðarúrræða er háttað, hvort tveggja opinberra og einkarekinna, og fjölda slíkra þjónustueininga á landinu.
     2.      Hvað hafa embættinu borist margar kvartanir vegna heilbrigðisþjónustu og vegna starfsemi geðdeilda og meðferðarúrræða ár hvert frá árinu 2000?


Skriflegt svar óskast.