Ferill 297. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 412  —  297. mál.




Fyrirspurn


til matvælaráðherra um gjaldtöku í sjókvíaeldi og skiptingu tekna til sveitarfélaga.

Frá Höllu Signýju Kristjánsdóttur.


     1.      Telur ráðherra að núverandi gjaldtökuheimildir í laga- og reglugerðaumhverfi fiskeldis, og þá sjókvíaeldis, tryggi sveitarfélögum þar sem sjókvíaeldi er stundað nógu skýrar heimildir til töku gjalda af eldinu? Ef ekki, hyggst ráðherra koma með skýrari tillögur að gjaldtökuheimildum?
     2.      Telur ráðherra að núverandi gjaldtökuheimildir í laga- og reglugerðaumhverfi fiskeldis, og þá sjókvíaeldis, endurspegli þann kostnað sem hvert og eitt sveitarfélag þarf að standa undir við uppbyggingu og þjónustu við sjókvíaeldi? Ef ekki, hyggst ráðherra koma með tillögur að betri gjaldtökuheimildum?
     3.      Telur ráðherra að núverandi gjaldtökuheimildir séu heppilegar til að dreifa tekjum af sjókvíaeldi á sveitarfélögin? Ef ekki, hvaða hugmyndir telur ráðherra að séu heppilegar til að dreifa tekjum jafnar í þeim sveitarfélögum þar sem sjókvíaeldi er stundað?