Ferill 298. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 413  —  298. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um undanþágur frá sóttvarnareglum.

Frá Bergþóri Ólasyni.


     1.      Hverjir hafa fengið undanþágu frá gildandi sóttvarnareglum síðan kórónuveirufaraldur hófst hér á landi í febrúar 2020?
     2.      Hver getur veitt undanþágu frá sóttvarnareglum?
     3.      Af hvaða tilefni hafa undanþágur verið veittar frá sóttvarnareglum og hafa þær verið tímabundnar eða varanlegar?
     4.      Hafi verið veittar varanlegar undanþágur frá sóttvarnareglum, hverjir hafa fengið þær?
     5.      Fer fram sjálfstætt mat á afleiðingum þess að veita undanþágu?
     6.      Í þeim tilvikum þar sem undanþágur hafa verið veittar, hafa komið upp mál þar sem sóttvarnareglur hafa eigi að síður verið brotnar?
     7.      Hefur undanþága frá sóttvarnareglum verið veitt vegna réttinda sem önnur lög veita tilteknum hópi einstaklinga eða fyrirtækja?


Skriflegt svar óskast.