Ferill 314. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
152. löggjafarþing 2021–2022.
Prentað upp.
Þingskjal 442 — 314. mál.
Ráðherra. Viðbót.
Fyrirspurn
til dómsmálaráðherra um dvalar- og atvinnuréttindi fyrir ungt fólk.
Frá Höllu Signýju Kristjánsdóttur.
1. Hyggst ráðherra leggja til breytingar á aldursviðmiðum í lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga þannig að gagnkvæm dvalar- og atvinnuréttindi verði fyrir fólk á aldrinum 18–30 ára í stað 18–26 ára, sbr. Brexit-samkomulagið sem tók gildi 1. janúar sl.?
2. Hyggst ráðherra leggja til breytingar á lögum til að heimilt verði að fá oftar en einu sinni vegabréfsáritun til dvalar og atvinnu fyrir aldurshópinn 18–30 ára eða 18–35 ára til samræmis við það sem tíðkast hjá öðrum þjóðum?
3. Stendur til hjá ráðuneytinu að jafna stöðu ungs fólks á Íslandi með því að hefja í samvinnu við utanríkisráðuneytið vinnu við gerð samninga um vegabréfsáritun fyrir ungt fólk við þær þjóðir sem nágrannar okkar hafa samið við? Ef svo er, hvenær og hvernig ætlar ráðherra að ná þeim markmiðum?
Skriflegt svar óskast.