Ferill 315. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 443  —  315. mál.
Fyrirspurn


til innviðaráðherra um Landeyjahöfn.

Frá Ásthildi Lóu Þórsdóttur.


     1.      Hversu lengi hefur Landeyjahöfn verið lokuð það sem af er árinu 2022 og hvers vegna?
     2.      Hvaða aðgerðir eru fyrirhugaðar eða hafnar til að opna Landeyjahöfn á ný og hvenær má búast við að það verði hægt?
     3.      Hvaða aðgerðir eru fyrirhugaðar til að fyrirbyggja að Landeyjahöfn lokist endurtekið og tryggja að hún geti þjónað hlutverki heilsárshafnar svo að hægt verði að treysta á öruggar samgöngur við Vestmannaeyjar?
     4.      Telur ráðherra réttlætanlegt, í ljósi þess hvað samgöngur um Landeyjahöfn hafa löngum verið gloppóttar, að ekki sé daglegt áætlunarflug til Vestmannaeyja?
     5.      Telur ráðherra koma til greina að tryggja daglegt áætlunarflug til Vestmannaeyja, að minnsta kosti þá daga sem Landeyjahöfn lokast?
     6.      Hver er framtíðarsýn ráðherra í málefnum Landeyjahafnar og almennt um hvernig tryggja megi öruggar samgöngur við Vestmannaeyjar?


Skriflegt svar óskast.