Ferill 232. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 446  —  232. mál.
3. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um styrki til rekstraraðila veitingastaða sem hafa sætt takmörkunum á opnunartíma.

Frá Guðrúnu Hafsteinsdóttur.


    Við 4. gr.
     a.      Í stað „desember“ í inngangsmálslið komi: nóvember.
     b.      Í stað „nóvember“ í 1. tölul. komi: desember.

Greinargerð.

    Með a-lið 2. tölul. breytingartillögu frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar við 2. umræðu um málið (þskj. 410) var gerð breyting á frumvarpinu þess efnis að í stað orðanna „1. desember“ í 1. tölul. 4. gr. kom „1. nóvember“. Með breytingunni átti að framlengja tímann sem hægt er að sækja um styrki á grundvelli frumvarpsins, þannig að hægt yrði að fá styrk vegna nóvember 2021. Með réttu hefði sú breyting átt að vera gerð við inngangsmálslið 4. gr. Breytingartillagan er lögð fram til leiðréttingar á framangreindu.