Ferill 321. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 456  —  321. mál.




Fyrirspurn


til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um aðkomu ungs fólks að ákvarðanatöku og stefnumótun.

Frá Evu Dögg Davíðsdóttur.


     1.      Hvernig hyggst ráðherra tryggja aðkomu ungs fólks að ákvarðanatöku og stefnumótun sem snúa að aðgerðum gegn loftslagsvá (sbr. 88. og 92. gr. loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna á COP26-loftslagsráðstefnunni í Glasgow)?
     2.      Hefur ráðherra í hyggju að tryggja aðkomu ungs fólks að ráðstefnum og alþjóðlegum viðburðum tengdum loftslagsmálum? Ef svo er, þá hvernig?
     3.      Með hvaða móti hyggst ráðherra styðja við starfsemi frjálsra félagasamtaka ungs fólks sem vinna að málefnum sem tilheyra málefnasviði ráðherra? Hefur ráðherra áform um að nýta reynslu og sérþekkingu slíkra félagasamtaka í auknum mæli í ráðuneytinu, til að mynda við opinbera stefnumótun, og ef svo er, hvernig?
     4.      Hafa frjáls félagasamtök ungs fólks eða einstaklingar á þeirra vegum fengið styrki vegna verkefna á málefnasviði ráðuneytisins síðastliðin tíu ár? Svar óskast sundurliðað eftir verkefnum, styrkupphæðum, árum og fjárlagaliðum.


Skriflegt svar óskast.