Ferill 358. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 504  —  358. mál.




Fyrirspurn


til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um aðgerðir til að fækka bílum.

Frá Jóhanni Páli Jóhannssyni.


     1.      Hvaða aðgerðir hyggst ríkisstjórnin ráðast í til að draga úr bílaumferð og sporna gegn fjölgun bíla á kjörtímabilinu?
     2.      Hvernig hyggst ráðherra beita sér fyrir auknu frelsi fólks til að velja annan ferðamáta en einkabíl?
     3.      Í ljósi þess að ríkisstjórnin hefur ekki tekið ákvörðun um að hætta nýskráningu fólksbíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti fyrr en árið 2030, hvaða úrræði telur ráðherra að séu fær til að koma jarðefnaeldsneytisbílum úr umferð á tímabilinu 2030–2040 svo að ná megi markmiði ríkisstjórnarinnar um að Ísland verði orðið óháð jarðefnaeldsneyti árið 2040?


Skriflegt svar óskast.