Ferill 183. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Prentað upp.

Þingskjal 518  —  183. mál.
Leiðréttur texti.




Svar


umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra við fyrirspurn frá Andrési Inga Jónssyni um skerðanlega orku.


     1.      Hversu mikil raforka hefur verið seld sem skerðanleg orka hvert undanfarinna fimm ára? Svarið óskast greint eftir orkufyrirtækjum og atvinnugrein kaupenda.
    Í meðfylgjandi töflu gefur að líta yfirlit yfir raforku sem seld hefur verið sem skerðanleg orka undanfarin fimm ár. Upplýsingarnar byggjast á gögnum sem aflað var frá orkufyrirtækjum. Tölur um orkusölu fjarvarmaveitna og fiskimjölsverksmiðja koma fram bæði hjá Landsvirkjun sem heildsala raforku og hjá öðrum orkufyrirtækjum sem söluaðila raforku. Allar tölur eru í GWst.

2017 2018 2019 2020 2021 Samtals
Landsvirkjun
    Álver      901 850 466 462 398 3077
    Kísilver og annað 73 86 36 56 93 344
    Bræðslur og fiskþurrkun (heildsala) 195 239 150 180 178 942
    Fjarvarmaveitur (heildsala) 219 240 174 170 149 952
Samtals 1388 1415 826 868 818 5315
Orka Náttúrunnar
    Fiskimjölsverksmiðjur 108 128 54 54 53 397
    Áliðnaður 198 172 157 142 145 814
    Lifrarbræðsla 9 1,5 10,5
    Efnaiðnaður 25 25 29 29 31 139
Samtals 340 326,5 240 225 229 1360,5
Orkusalan
    Fiskfrysting 0,4 0,5 0,2 5 6 12
    Fjarvarmaveitur 43 45 46 47 19 200
    Saltfisk- og skreiðarframl. 15 15 16 16 13 74
    Skólar 1 0,9 0,9 0,8 0,6 4
    Sundlaugar og íþróttahús 2 2 2 2 3 12
Samtals 61,4 63,4 65,1 70,8 41,6 302
Orkubú Vestfjarða
    Fjarvarmaveitur 83 84 84 85 83 419
    Skólar og íþróttahús 4 3 3 3 3 16
Samtals 87 87 87 88 86 435
HS Orka
    Fiskimjölsbræðslur 80 80 16 12 22 210
    Fjarvarmaveitur 62 78 29 53 52 274
    Álver 63 63 66 66 62 320
Samtals 205 221 111 131 136 804
ÍOM/N1 rafmagn
    Fiskimjölsbræðslur 0 10 78 75 67 230
    Samtals 0 10 78 75 67 230
    Samtals (án heildsölu) 1667,4 1643,9 1083,1 1107,8 1050,6 6552,5

     2.      Hversu mikil raforka hefur verið seld til gagnavera hvert undanfarinna fimm ára? Svarið óskast greint eftir orkufyrirtækjum, því hvort um forgangsorku eða skerðanlega orku var að ræða og hversu stór hluti orkunnar var nýttur til vinnslu rafmynta.
    Í eftirfarandi töflu sést sala orkufyrirtækja til gagnavera undanfarin fimm ár. Upplýsingarnar byggjast á gögnum sem aflað var frá orkusölufyrirtækjunum. Allar tölur eru í GWst.

2017 2018 2019 2020 2021 Samtals
Landsvirkjun 146 352 511 449 739 2197
Orka Náttúrunnar 6 16 169 135 52 378
HS Orka 162 418 330 251 179 1340
Samtals 314 786 1010 835 970 3915

    Ekki liggja fyrir upplýsingar um hve stór hluti raforkusölu er nýttur til vinnslu rafmynta.