Ferill 278. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 557  —  278. mál.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Evu Sjöfn Helgadóttur um brot gegn 217. og 218. gr. almennra hegningarlaga.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hversu mörg mál hafa verið skráð í málaskrá lögreglu undanfarin 10 ár þar sem grunur var um brot gegn 217. gr. hegningarlaga annars vegar og 218. gr. hins vegar, skipt eftir því hvort um er að ræða brot gegn 1. eða 2. mgr. þeirrar greinar? Svar óskast sundurliðað eftir árum og eftir því hvort meintur gerandi var eldri eða yngri en 18 ára.

    Hér á eftir er yfirlit um fjölda brota sem skráð voru í kerfi lögreglu þar sem grunur var um brot gegn 217. og 218. gr. almennra hegningarlaga, sundurliðað eftir árum. Hafa ber í huga að gerandi er ekki þekktur í öllum tilvikum og þar af leiðandi ekki aldur. Eftirfarandi yfirlit tekur til allra tilvika, óháð því hvort gerandi var þekktur.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Hér á eftir er yfirlit um fjölda brota sem skráð voru í kerfi lögreglu þar sem grunur var um brot gegn 217. og 218. gr. almennra hegningarlaga og hinn grunaði var yngri en 18 ára, sundurliðað eftir árum.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Hér á eftir er yfirlit um fjölda einstaklinga yngri en 18 ára sem skráðir voru í kerfi lögreglu þar sem grunur var um brot gegn 217. og 218. gr. almennra hegningarlaga, sundurliðað eftir árum.
    Fram kom í svörum ríkislögreglustjóra að fjölgun einstaklinga yngri en 18 ára sem grunaðir væru um ofbeldisbrot skýrðist líklega að hluta til af breytingum á verklagi þegar um væri að ræða skráningu á málum sem varða ætlað heimilisofbeldi.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Framangreindar upplýsingar voru teknar saman af embætti ríkislögreglustjóra. Upplýsingarnar taka mið af fjölda brota/atvika en ekki mála þar sem brot kunna að vera flutt á milli mála og/eða sameinuð í eitt mál. Þá var annars vegar tekinn saman fjöldi brota/atvika þar sem hinn grunaði var yngri en 18 ára og hins vegar fjöldi einstaklinga sem voru yngri en 18 ára og grunaðir um brot gegn 217. og 218. gr. almennra hegningarlaga.