Ferill 277. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 599  —  277. mál.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Evu Sjöfn Helgadóttur um sakavottorð barna.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hversu mörg börn hafa verið sett á sakaskrá í kjölfar refsilagabrota undanfarin 10 ár? Hversu mörg þeirra eru enn með brot á sakaskrá sem koma fram á almennu sakavottorði, sbr. reglur ríkissaksóknara um sakaskrá ríkisins? Svar óskast sundurliðað eftir fjölda ára sem brot birtast á sakavottorði.

    Hér á eftir er að finna upplýsingar um fjölda barna á aldrinum 15–18 ára sem voru skráð með brot á sakaskrá ríkisins undanfarin 10 ár, sundurliðað eftir árum. Listinn tekur yfir öll brot þessara einstaklinga sem færð voru á sakaskrá, þ.e. bæði brot sem koma fram á sakavottorði útgefnu til yfirvalda, sbr. 10. gr. reglna um sakaskrá ríkisins, og vottorð til hins skráða (einkavottorð), sbr. 8. gr. reglnanna.

Ártal Aldur Fjöldi Ártal Aldur Fjöldi
2012 15 5 2018 15 1
2012 16 31 2018 16 8
2012 17 106 2018 17 49
2013 15 13 2019 15 6
2013 16 43 2019 16 15
2013 17 114 2019 17 49
2014 15 10 2020 15 7
2014 16 30 2020 16 16
2014 17 103 2020 17 64
2015 15 4 2021 15 1
2015 16 37 2021 16 28
2015 17 64 2021 17 61
2016 15 9 2022 15 1
2016 16 19 2022 17 3
2016 17 62
2017 15 4
2017 16 16
2017 17 44
         
    Ekki er hægt að kalla fram upplýsingar um hve mörg börn eru enn með brot á sakaskrá þar sem þær upplýsingar eru ekki aðgengilegar í sakaskrárkerfinu eins og er.
    Framangreindar upplýsingar voru teknar saman af embætti ríkissaksóknara.