Ferill 422. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 603  —  422. mál.
Fyrirspurn


til utanríkisráðherra um flutning hergagna til Úkraínu.

Frá Rósu Björk Brynjólfsdóttur.


     1.      Hversu háa upphæð greiddi íslenska ríkið fyrir flutning á hergögnum til notkunar í Úkraínu?
     2.      Hvers konar hergögn voru flutt og hversu stórt var hlutfall hergagna af sendingunni?
     3.      Hvers konar búnaður annar var með í flutningnum?
     4.      Er áætlað að fara í meiri og fleiri flutninga á hergögnum og búnaði til Úkraínu?


Skriflegt svar óskast.