Ferill 256. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 620  —  256. mál.
Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Bergþóri Ólasyni um kostnað ríkissjóðs við skimanir vegna COVID-19.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hver er kostnaður ríkissjóðs af skimunum, innan lands og á landamærum, frá því að þær byrjuðu sem hluti sóttvarnaaðgerða vegna heimsfaraldurs COVID-19? Óskað er eftir að kostnaðurinn verði greindur niður á mánuði frá upphafi faraldurs og að kostnaður vegna PCR-prófa annars vegar og hraðprófa hins vegar verði aðgreindur og hvort um skimun á landamærum er að ræða eða innan lands. Jafnframt er óskað eftir að ástæða skimunar verði tilgreind eftir því sem unnt er, t.d. ferðalag erlendis/yfir landamæri, einkenni, sóttkví, smitgát, hraðpróf fyrir menningarviðburð, ótilgreint.

    Ráðuneytið sendi fyrirspurnir til eftirtalinna stofnana um kostnað við skimanir vegna COVID-19: Landspítala, Sjúkrahússins á Akureyri, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, Heilbrigðisstofnunar Austurlands, Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og Sjúkratrygginga Íslands.
    Svör bárust frá Landspítala, Sjúkrahúsinu á Akureyri, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Heilbrigðisstofnun Austurlands og Sjúkratryggingum Íslands.
    Í töflu hér að aftan má sjá kostnaðartölur frá stofnunum sem sendu ráðuneytinu upplýsingar um skiptingu kostnaðar hvern mánuð frá því í febrúar 2020 fram í desember 2021 eftir tilefni.
    Samkvæmt upplýsingum sem bárust frá stofnunum var heildarkostnaður ríkissjóðs við skimanir vegna COVID-19 á nefndu tímabili 9.227.332.740 kr.


Tafla. Kostnaður ríkissjóðs við skimanir vegna COVID-19 frá því í febrúar 2020 fram í desember 2021.
Mánuður PCR Hraðpróf Landamæra-
skimun
Sóttkví Rakning Ferðamanna-
vottorð
Annað
02/2020 12.187.964 kr.
03/2020 65.233.469 kr.
04/2020 50.085.718 kr. 327.214 kr.
05/2020 145.996.871 kr. 189.944 kr.
06/2020 48.829.891 kr. 66.647.356 kr.
07/2020 56.029.975 kr. 191.906.978 kr.
08/2020 98.895.552 kr. 202.776.887 kr.
09/2020 405.502.624 kr. 84.076.053 kr. 15.849.581 kr.
10/2020 290.959.129 kr. 58.589.338 kr. 50.686.813 kr.
11/2020 241.929.900 kr. 33.347.699 kr. 8.346.177 kr.
12/2020 198.757.945 kr. 79.323.942 kr. 5.429.482 kr.
01/2021 191.246.207 kr. 59.564.492 kr. 1.634.187 kr. 567.634 kr.
02/2021 166.522.619 kr. 25.116.888 kr. 110.539 kr. 179.253 kr.
03/2021 379.431.572 kr. 33.616.182 kr. 6.402.310 kr. 1.460.910 kr. 5.715.175 kr.
04/2021 384.405.064 kr. 46.394.628 kr. 2.936.757 kr. 1.078.504 kr. 17.536.893 kr.
05/2021 365.423.075 kr. 87.814.719 kr. 1.589.374 kr. 3.313.188 kr. 37.460.835 kr.
06/2021 313.542.219 kr. 12.293.840 kr. 215.565.849 kr. 967.965 kr. 997.840 kr. 62.182.774 kr.
07/2021 465.834.067 kr. 40.498.693 kr. 51.777.398 kr. 7.698.905 kr. 3.381.902 kr. 61.262.610 kr.
08/2021 812.361.726 kr. 43.237.433 kr. 75.728.086 kr. 20.183.858 kr. 3.346.051 kr. 50.710.599 kr.
09/2021 730.685.768 kr. 41.513.698 kr. 95.521.067 kr. 10.880.641 kr. 250.954 kr. 32.480.596 kr. 65.726 kr.
10/2021 320.742.481 kr. 231.748.006 kr. 122.323.871 kr. 13.246.777 kr. 259.916 kr. 20.336.223 kr. 116.514 kr.
11/2021 737.682.912 kr. 339.317.611 kr. 110.179.352 kr. 25.624.179 kr. 504.895 kr. 17.889.423 kr. 200.166 kr.
12/2021 794.833.364 kr. 617.695.015 kr. 650.884.638 kr. 43.737.668 kr. 1.209.956 kr. 25.050.570 kr. 364.481 kr.
7.277.120.108 kr. 1.326.304.296 kr. 2.291.672.579 kr. 215.325.213 kr. 16.551.003 kr. 330.625.698 kr. 746.887 kr.
Sértekjur 2020 –1.039.047.634 kr.
Sértekjur 2021 –876.819.389 kr. –315.146.021 kr.
Samtals 5.361.253.085 kr. 1.011.158.275 kr. 2.291.672.579 kr. 215.325.213 kr. 16.551.003 kr. 330.625.698 kr. 746.887 kr.