Ferill 444. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 637  —  444. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um útgreiðslu séreignarsparnaðar til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega.

Frá Jóhanni Páli Jóhannssyni.


     1.      Hversu margir örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar hafa óskað eftir því hjá Skattinum að útgreiðsla séreignarsparnaðar á grundvelli ákvæðis til bráðabirgða VIII í lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997, sé skráð í reit 143 í skattframtali og hversu mörgum hefur verið synjað um slíka leiðréttingu?
     2.      Hjá hvaða vörsluaðilum var séreignarsparnaður þeirra örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega sem urðu fyrir skerðingu greiðslna hjá Tryggingastofnun við uppgjör ársins 2020 vegna útgreiðslu séreignarsparnaðar?
     3.      Í hve mörgum tilvikum hefur Skatturinn skorað á vörsluaðila að yfirfara gagnaskil sín vegna útgreiðslu séreignarsparnaðar á árinu 2020? Í hve mörgum tilvikum hefur vörsluaðili orðið við þeirri beiðni?
     4.      Hvers vegna setti ráðherra ekki skýrari reglur um útgreiðslu séreignarsparnaðar á grundvelli bráðabirgðaákvæðisins, sbr. reglugerðarheimild í 7. mgr. ákvæðisins, svo sem um skráningu tekna í skattframtal og samspil framkvæmdarinnar hjá vörsluaðila, Skattinum og Tryggingastofnun?
     5.      Hyggst ráðherra gera úrbætur í þessum málum og setja skýrari reglur um útgreiðslu séreignarsparnaðar? Hvenær er slíkra úrbóta þá að vænta?


Skriflegt svar óskast.