Ferill 331. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 639  —  331. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Njáli Trausta Friðbertssyni um kostnað ríkisins vegna sóttvarnahótela.


    Ráðuneytið sendi fyrirspurnir til eftirtalinna stofnana sem hafa gert samninga um leigu á sóttvarnahótelum: Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, Heilbrigðisstofnunar Austurlands og Sjúkratrygginga Íslands. Svör bárust frá öllum framangreindum stofnunum.

     1.      Hver hefur kostnaður ríkisins verið fyrir hverja nótt að meðaltali á sóttvarnahótelum og frá því að heimsfaraldurinn hófst?
    Kostnaður ríkisins fyrir hverja nótt hefur verið að meðaltali 4.758 kr. hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, 15.735 kr. hjá Sjúkratryggingum Íslands og 16.000 kr. hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands, frá því að heimsfaraldurinn hófst.

     2.      Hver hefur verið heildarkostnaður ríkisins við leigu og rekstur sóttvarnahótela frá því að faraldurinn hófst?
    Samkvæmt upplýsingum sem ráðuneytið fékk hjá framangreindum heilbrigðisstofnunum er heildarkostnaður ríkisins við leigu og rekstur sóttvarnahótela frá því að faraldurinn hófst 4.086.443.262 kr.