Ferill 258. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Prentað upp.

Þingskjal 661  —  258. mál.
Leiðréttur texti.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Bergþóri Ólasyni um minnisblöð sóttvarnalæknis og ákvarðanir ráðherra.


     1.      Hversu mörgum minnisblöðum hefur embætti sóttvarnalæknis skilað til ráðherra frá upphafi COVID-19-faraldursins? Óskað er eftir útlistun allra minnisblaðanna.
    Hinn 13. mars 2020 sendi sóttvarnalæknir ráðherra fyrsta minnisblað sitt um tillögu um samkomubann. Frá þeim tíma hefur sóttvarnalæknir sent ráðherra 93 minnisblöð um ýmis atriði er lúta að faraldri COVID-19, þar á meðal vegna samkomutakmarkana, einangrunar og sóttkvíar og takmarkana á landamærum.
    Hér að neðan eru minnisblöð sóttvarnalæknis vegna COVID-19 til ráðherra útlistuð:
          Minnisblað um tillögu sóttvarnalæknis til ráðherra um samkomubann á Íslandi, dags. 12. mars 2020.
          Minnisblað um tillögu sóttvarnalæknis til ráðherra um frekari útfærslu samkomubanns á Íslandi, dags. 21. mars 2020.
          Minnisblað sóttvarnalæknis varðandi framlengingu takmarkana á samkomum, dags. 1. apríl 2020.
          Minnisblað sóttvarnalæknis varðandi afléttingu takmarkana á samkomum vegna COVID-19 eftir 4. maí 2020, dags. 11. apríl 2020.
          Viðbót við minnisblað sóttvarnalæknis 11. apríl varðandi afléttingu takmarkana á samkomum vegna COVID-19 eftir 4. maí 2020, dags. 13. apríl 2020.
          Viðbót við minnisblöð sóttvarnalæknis frá 11. og 13. apríl varðandi afléttingu takmarkana á samkomum vegna COVID-19 eftir 4. maí 2020, dags. 19. apríl 2020.
          Minnisblað sóttvarnalæknis varðandi ferðatakmarkanir vegna komu ferðamanna til Íslands, dags. 19. apríl 2020.
          Minnisblað sóttvarnalæknis varðandi ferðatakmarkanir vegna komu ferðamanna til Íslands eftir 15. maí 2020, dags. 11. maí 2020.
          Minnisblað sóttvarnalæknis varðandi opnun sundlauga 18. maí 2020, dags. 13. maí 2020.
          Minnisblað sóttvarnalæknis varðandi afléttingu takmarkana á samkomum vegna COVID-19 hinn 25. maí 2020, dags. 20. maí 2020.
          Minnisblað sóttvarnalæknis varðandi ráðstafanir um komu ferðamanna til Íslands eftir 15. júní 2020, dags. 1. júní 2020.
          Minnisblað sóttvarnalæknis varðandi afléttingu takmarkana á samkomum vegna COVID-19 hinn 15. júní 2020, dags. 8. júní 2020.
          Minnisblað sóttvarnalæknis varðandi aðgerðir gegn COVID-19, dags. 29. júní 2020.
          Minnisblað sóttvarnalæknis varðandi skimanir á landamærum og sóttkví ferðamanna, dags. 2. júlí 2020.
          Minnisblað sóttvarnalæknis varðandi skimanir á landamærum og sóttkví ferðamanna eftir 13. júlí 2020, dags. 8. júlí 2020.
          Minnisblað sóttvarnalæknis varðandi afléttingu fjöldatakmarkana og rýmkun opnunartíma skemmtistaða vegna COVID-19, dags. 17. júlí 2020.
          Minnisblað sóttvarnalæknis og yfirlögregluþjóns hjá ríkislögreglustjóra um skimanir á landamærum fyrir COVID-19 eftir 31. júlí 2020, dags. 20. júlí 2020.
          Minnisblað sóttvarnalæknis varðandi breytingu á fyrri ákvörðun um afléttingu fjöldatakmarkana og rýmkun opnunartíma skemmtistaða vegna COVID-19 eftir 4. ágúst 2020, dags. 27. júlí 2020.
          Minnisblað sóttvarnalæknis varðandi sóttvarnaráðstafanir í íslensku samfélagi og á landamærum, dags. 29. júlí 2020.
          Viðbót við minnisblað sóttvarnalæknis varðandi sóttvarnaráðstafanir í íslensku samfélagi og á landamærum, dags. 31. júlí 2020.
          Minnisblað sóttvarnalæknis varðandi aðgerðir til að takmarka smit af völdum SARS-CoV-2 með ferðamönnum til Íslands og aðgerðir innan lands til að hefta útbreiðslu, dags. 5. ágúst 2020.
          Minnisblað sóttvarnalæknis varðandi aðgerðir til að takmarka smit af völdum SARS-CoV-2 með ferðamönnum til Íslands og aðgerðir innan lands til að hefta útbreiðslu, dags. 11. ágúst 2020.
          Viðbót við minnisblað sóttvarnalæknis frá 11. ágúst 2020 um aðgerðir til að takmarka smit af völdum SARS-CoV-2 með ferðamönnum til Íslands og aðgerðir innan lands til að hefta útbreiðslu, dags. 12. ágúst 2020.
          Tillaga um að niðurfelldur verði valmöguleiki fyrir einstaklinga sem koma hingað til lands að fara í 14 daga sóttkví eftir 19. ágúst 2020, dags. 16. ágúst.
          Minnisblað sóttvarnalæknis varðandi takmarkanir á samkomum innan lands vegna COVID-19 eftir 27. ágúst 2020, dags. 21. ágúst 2020.
          Minnisblað sóttvarnalæknis varðandi tilslakanir á samkomutakmörkunum innan lands vegna COVID-19 eftir 10. september 2020, dags. 2. september 2020.
          Minnisblað sóttvarnalæknis varðandi breytingu á 14 daga sóttkví hjá COVID-19 útsettum einstaklingum, dags. 7. september 2020.
          Minnisblað sóttvarnalæknis varðandi breytingu á 14 daga sóttkví hjá COVID-19 útsettum einstaklingum – viðbót, dags. 8. september 2020.
          Minnisblað sóttvarnalæknis varðandi aðgerðir á landamærum eftir 15. september 2020 til að takmarka útbreiðslu SARS-CoV-2 (Covid-19), dags. 10. september 2020.
          Þættir sem sóttvarnalæknir leggur til grundvallar tillögum til ráðherra um takmarkanir/aðgerðir vegna COVID-19, dags. 13. september 2020.
          Minnisblað sóttvarnalæknis varðandi takmarkanir á höfuðborgarsvæðinu hinn18. september 2020 vegna vaxandi útbreiðslu COVID-19, dags. 17. september 2020.
          Minnisblað sóttvarnalæknis varðandi takmarkanir á opnunartíma kráa og skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu eftir 21. september 2020 vegna COVID-19, dags. 20. september 2020.
          Minnisblað sóttvarnalæknis varðandi opinberar aðgerðir innan lands vegna COVID -19 eftir 27. september 2020, dags. 23. september 2020.
          Minnisblað sóttvarnalæknis varðandi tillögur að hertum opinberum aðgerðum innan lands vegna COVID-19, dags. 3. október 2020.
          Minnisblað sóttvarnalæknis varðandi tillögur að hertum opinberum aðgerðum á höfuðborgarsvæðinu vegna hraðrar aukningar í smitum COVID-19, dags. 6. október 2020.
          Minnisblað sóttvarnalæknis varðandi tillögur að opinberum sóttvarnaaðgerðum hinn 20. október 2020 vegna COVID-19, dags. 15. október 2020.
          Vinnuplagg sóttvarnalæknis varðandi tillögur að opinberum sóttvarnaráðgjöfum hinn 4. nóvember 2020 vegna COVID-19, dags. 29. október 2020.
          Minnisblað sóttvarnalæknis varðandi tillögur að skimunum á landamærum vegna COVID-19, dags. 9. nóvember 2020.
          Minnisblað sóttvarnalæknis varðandi tillögur að opinberum sóttvarnaaðgerðum innan lands vegna COVID-19 frá og með 18. nóvember 2020, dags. 11. nóvember 2020.
          Viðbót við minnisblað sóttvarnalæknis varðandi tillögur að opinberum sóttvarnaaðgerðum innan lands vegna COVID-19 frá og með 18. nóvember 2020, dags. 12. nóvember 2020.
          Viðbót við minnisblað sóttvarnalæknis frá 11. nóvember 2020 um skólahald vegna opinberra sóttvarnaaðgerða vegna COVID-19 frá og með 18. nóvember 2020, dags. 16. nóvember 2020.
          Minnisblað sóttvarnalæknis varðandi tillögur að opinberum sóttvarnaaðgerðum innan lands vegna COVID-19 frá og með 2. desember 2020, dags. 25. nóvember 2020.
          Minnisblað sóttvarnalæknis varðandi endurskoðaðar tillögur að opinberum sóttvarnaaðgerðum innan lands vegna COVID-19 frá og með 2. desember 2020, 29. nóvember 2020.
          Viðbót við minnisblað sóttvarnalæknis varðandi endurskoðaðar tillögur að opinberum sóttvarnaaðgerðum innan lands vegna COVID-19 frá og með 2. desember 2020, dags. 30. nóvember 2020.
          Minnisblað sóttvarnalæknis varðandi tillögur að opinberum sóttvarnaaðgerðum innan lands vegna COVID-19 frá og með 10. desember 2020, dags. 6. desember 2020.
          Minnisblað sóttvarnalæknis varðandi tillögur að takmörkunum í skólahaldi vegna COVID-19 frá og með 10. desember 2020, dags. 6. desember 2020.
          Samantekt sóttvarnalæknis varðandi COVID-19, líkamsræktarstöðvar, sundlaugar og smithættu, dags. 6. desember 2020.
          Minnisblað sóttvarnalæknis varðandi tillögur að takmörkunum í skólahaldi vegna COVID-19 frá og með 1. janúar 2021, dags. 20. desember 2020.
          Minnisblað sóttvarnalæknis varðandi tillögur að opinberum sóttvarnaaðgerðum á landamærum Íslands, dags. 6. janúar 2021.
          Minnisblað sóttvarnalæknis varðandi tillögur að opinberum sóttvarnaaðgerðum innan lands vegna COVID-19 frá og með 13. janúar 2021, dags. 7. janúar 2021.
          Viðauki við minnisblað sóttvarnalæknis um tillögur að opinberum sóttvarnaaðgerðum á landamærum Íslands, dags. 13. janúar 2021.
          Minnisblað sóttvarnalæknis varðandi tillögur að opinberum sóttvarnaaðgerðum innan lands vegna COVID-19, dags. 4. febrúar 2021.
          Minnisblað sóttvarnalæknis varðandi aðgerðir á landamærum vegna COVID-19, dags. 13. febrúar 2021.
          Minnisblað sóttvarnalæknis varðandi tillögur að opinberum sóttvarnaaðgerðum á landamærum vegna COVID-19, dags. 8. apríl 2021.
          Minnisblað sóttvarnalæknis varðandi tillögur að tilslökunum á opinberum sóttvarnaaðgerðum innan lands vegna COVID-19, dags. 21. febrúar 2021.
          Minnisblað sóttvarnalæknis varðandi tillögur að takmörkunum í skólahaldi vegna COVID-19 frá og með 1. mars 2021, dags. 21. febrúar 2021.
          Minnisblað sóttvarnalæknis varðandi tillögur að opinberum sóttvarnaaðgerðum innan lands og á landamærum vegna COVID-19, dags. 13. mars 2021.
          Minnisblað sóttvarnalæknis varðandi tillögur að opinberum sóttvarnaaðgerðum á landamærum vegna COVID-19, dags. 22. mars 2021.
          Minnisblað sóttvarnalæknis varðandi tillögur að opinberum sóttvarnaaðgerðum innan lands vegna COVID-19, dags. 24. mars 2021.
          Minnisblað sóttvarnalæknis varðandi tillögur að opinberum sóttvarnaaðgerðum innan lands og aðgerðir í skólum vegna COVID-19 frá og með 16. apríl 2021, dags. 12. apríl 2021.
          Minnisblað sóttvarnalæknis varðandi tillögur að opinberum sóttvarnaaðgerðum á landamærum vegna COVID-19, dags. 22. apríl 2021.
          Minnisblað sóttvarnalæknis varðandi tillögur að opinberum sóttvarnaaðgerðum innan lands og aðgerðir í skólum vegna COVID-19 frá og með 6. maí 2021, dags. 2. maí 2021.
          Minnisblað sóttvarnalæknis varðandi tillögur að opinberum sóttvarnaaðgerðum innan lands og aðgerðir í skólum vegna COVID-19 frá og með 10. maí 2021, dags. 6. maí 2021.
          Minnisblað sóttvarnalæknis varðandi sóttvarnaaðgerðir á landamærum vegna COVID-19, dags. 17. maí 2021.
          Minnisblað sóttvarnalæknis varðandi tillögur að opinberum sóttvarnaaðgerðum innan lands og aðgerðir í skólum vegna COVID-19, dags. 20. maí 2021.
          Minnisblað sóttvarnalæknis varðandi tillögur að opinberum sóttvarnaaðgerðum innan lands, dags. 9. júní 2021.
          Minnisblað sóttvarnalæknis varðandi sóttvarnaaðgerðir á landamærum vegna COVID-19, dags. 10. júní 2021.
          Minnisblað sóttvarnalæknis varðandi tillögur að opinberum sóttvarnaráðstöfunum innan lands, dags. 23. júní 2021.
          Minnisblað sóttvarnalæknis varðandi sóttvarnaaðgerðir á landamærum vegna COVID-19, dags. 23. júní 2021.
          Minnisblað sóttvarnalæknis varðandi sóttvarnaaðgerðir á landamærum og innan lands vegna COVID-19, dags. 17. júlí 2021.
          Minnisblað sóttvarnalæknis varðandi tillögur að opinberum sóttvarnaaðgerðum innan lands vegna COVID-19, dags. 22. júlí 2021.
          Minnisblað sóttvarnalæknis varðandi reglugerð um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldurs, dags. 9. ágúst 2021.
          Minnisblað sóttvarnalæknis varðandi tillögur að opinberum sóttvarnaaðgerðum innan lands vegna COVID-19, dags. 24. ágúst 2021.
          Minnisblað sóttvarnalæknis varðandi tillögur að opinberum sóttvarnaaðgerðum vegna COVID-19, dags. 12. september 2021.
          Minnisblað sóttvarnalæknis varðandi sóttvarnaaðgerðir á landamærum vegna COVID-19, dags. 27. september 2021.
          Minnisblað sóttvarnalæknis varðandi sóttvarnaaðgerðir innan lands vegna COVID-19, dags. 4. október 2021.
          Minnisblað sóttvarnalæknis varðandi breytingar á reglugerð um einangrun, sóttkví og smitgát vegna COVID-19, dags. 26. október 2021.
          Minnisblað sóttvarnalæknis varðandi sóttvarnaaðgerðir á landamærum vegna COVID-19, dags. 1. nóvember 2021.
          Minnisblað sóttvarnalæknis varðandi stöðu COVID-19 faraldursins innan lands og tillögur að sóttvarnaaðgerðum, dags. 4. nóvember 2021.
          Minnisblað sóttvarnalæknis um sóttvarnaaðgerðir innan lands vegna COVID-19, 11. nóvember 2021.
          Minnisblað sóttvarnalæknis um sóttvarnaaðgerðir á landamærum vegna Omicron, nýs afbrigðis SARS-CoV-2 (COVID-19), dags. 27. nóvember 2021.
          Minnisblað sóttvarnalæknis um sóttvarnaaðgerðir innan lands vegna COVID-19, dags. 4. desember 2021.
          Minnisblað sóttvarnalæknis um sóttvarnaaðgerðir innan lands vegna COVID-19, dags. 20. desember 2021.
          Minnisblað sóttvarnalæknis varðandi ný tilmæli um einangrun og sóttkví vegna COVID-19, dags. 30. desember 2021.
          Minnisblað sóttvarnalæknis um sóttvarnaaðgerðir innan lands og sóttkví vegna COVID-19, dags. 5. janúar 2022.
          Upplýsingar um stöðu heilbrigðiskerfisins á Íslandi og þróun heimsfaraldurs COVID-19, dags. 10. janúar 2022.
          Minnisblað sóttvarnalæknis um sóttvarnaaðgerðir innan lands vegna COVID-19, dags. 13. janúar 2022.
          Minnisblað sóttvarnalæknis um breytingu á reglugerð nr. 1240/2021 um sóttkví og einangrun vegna COVID-19, dags. 19. janúar 2022.
          Minnisblað sóttvarnalæknis um breytingu á sóttkví, einangrun og sýnatökum vegna COVID-19, dags. 24. janúar 2022.
          Minnisblað sóttvarnalæknis um afléttingu opinberra sóttvarnaaðgerða vegna COVID-19, dags. 26. janúar 2022.
          Minnisblað sóttvarnalæknis um afléttingu opinberra sóttvarnaaðgerða vegna COVID-19, dags. 9. febrúar 2022.
          Minnisblað sóttvarnalæknis um afléttingu opinberra sóttvarnaaðgerða vegna COVID-19, dags. 22. febrúar 2022.
          Minnisblað sóttvarnalæknis um sóttvarnaaðgerðir á landamærum vegna COVID-19, dags. 22. febrúar 2022.

     2.      Í hvaða tilvikum var farið að hverri framkominni tillögu sóttvarnalæknis og hvenær ekki eða að hluta? Óskað er nákvæmrar greiningar á þessum atriðum.
    Á því tímabili sem fyrirspurnin tekur til hafa tveir ráðherrar gegnt embætti heilbrigðisráðherra. Báðir ráðherrar hafa í meginatriðum farið að tillögum sóttvarnalæknis um ráðstafanir vegna faraldursins. Í þeim tilvikum þegar ráðherra hefur vikið frá tillögum sóttvarnalæknis hefur það verið gert með hliðsjón af lagaheimildum, jafnræðisreglum, tilefni og nauðsyn. Í ljósi þess fjölda minnisblaða sem sóttvarnalæknir hefur sent ráðherra og þess fjölda reglugerða sem settar hafa verið í kjölfar þeirra myndi það útheimta mikla greiningarvinnu að fara ofan í hvert einasta minnisblað og bera saman við hverja útgefna reglugerð ráðherra í þeim tilgangi að greina hverja breytingu, stóra sem smáa, frá minnisblöðum sóttvarnalæknis. Ráðuneytið býr ekki yfir slíkri greiningu.

     3.      Með hvaða hætti uppfyllti ráðherra rannsóknarskyldu sína við hverja ákvörðun sína um sóttvarnaaðgerðir?
    Ekki er sérstaklega kveðið á um hvernig haga skuli rannsókn mála áður en ráðherra tekur ákvörðun um opinberar sóttvarnaráðstafanir á grundvelli 12. og 13. gr. sóttvarnalaga, nr. 19/1997, nema að því er varðar tillögur sóttvarnalæknis. Álitsumleitan er einn þáttur í rannsókn máls og af 12. og 13. gr. sóttvarnalaga leiðir að ráðherra getur ekki gripið til aðgerða nema að fenginni tillögu sóttvarnalæknis. Að fenginni tillögu sóttvarnalæknis ákveður ráðherra hvort grípa skuli til opinberra sóttvarnaráðstafana. Samkvæmt meginreglum stjórnsýsluréttar um álitsumleitan teljast tillögur sóttvarnalæknis ekki bindandi fyrir ráðherra. Í frumvarpi því er varð að lögum nr. 2/2021, sem breyttu sóttvarnalögum nr. 19/1997, kemur m.a. fram að þegar sóttvarnalæknir gerir tillögur til ráðherra um að setja reglugerð og grípa til sóttvarnaráðstafana samkvæmt sóttvarnalögum leiði það af ákvæðum sóttvarnalaga og eðli máls að tillögurnar eigi að byggjast á viðurkenndri læknisfræðilegri þekkingu á smitsjúkdómum og faraldsfræði þeirra. Til að aðgerðir nái ávallt þeim árangri sem að er stefnt, og gangi ekki lengra en þörf er á, verði að gera þá kröfu að ávallt sé byggt á nýjustu þekkingu á þeim smitsjúkdómum sem við er að fást hverju sinni. Þessum hluta rannsóknar málsins sinnir sóttvarnalæknir að meginstefnu til í samræmi við lög.
    Hvað sem framangreindu líður leiðir af óskráðri meginreglu stjórnsýsluréttar um rannsókn mála að ráðherra ber að rannsaka mál við undirbúning að setningu almennra stjórnvaldsfyrirmæla á borð við auglýsingar og reglugerðir. Megininntak slíkrar rannsóknar er að afla fullnægjandi upplýsinga um hvort skilyrði lagaákvæðanna til að beita ráðstöfunum séu fyrir hendi, svo sem um brýna nauðsyn, og hvort því markmiði sem að er stefnt verði ekki náð með öðrum úrræðum. Við ákvörðun um beitingu opinberra sóttvarnaráðstafana ber ráðherra að vega og meta þá almannahagsmuni sem til stendur að vernda, svo sem líf og heilsu borgaranna, með tilliti til þeirra réttinda sem skerðingar bitna á. Gæta þarf þess að ákvarðanir séu hvorki þess eðlis að skyldunni til að vernda líf og heilsu almennings sé varpað fyrir róða né að gengið sé lengra í takmörkun réttinda en þörf krefur í samræmi við meðalhófsreglu. Hafa verður í huga að þegar er um að ræða heimildir í lögum sem miðast við tímabundnar aðstæður ber stjórnvaldi að leggja reglubundið mat á hvort skilyrðum sé fullnægt til að viðhalda áfram þeim skerðingum sem leiða af stjórnvaldsfyrirmælum í samræmi við bestu upplýsingar á hverjum tíma. Ráðherra hefur skyldur til sjálfstæðs og heildstæðs mats á aðstæðum, þótt hann kunni að styðjast við ráðgjöf og tillögur sérhæfðs stjórnvalds við rannsóknir á tilteknum atriðum.
    Meðferð ráðherra á tillögum sóttvarnalæknis hefur að meginstefnu lotið svipaðri rannsókn þótt einhver munur hafi verið á milli þeirra 167 reglugerða sem settar hafa verið vegna opinberra sóttvarnaráðstafana frá upphafi faraldurs. Almennt má segja að við setningu reglugerða af þessum toga hafi ráðherra eða fulltrúar ráðuneytisins m.a. verið í samskiptum við Landspítala og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, og eftir atvikum aðrar heilbrigðisstofnanir, í því skyni að afla upplýsinga um viðbragðshæfni stofnananna og stöðu þeirra á viðkomandi tímapunkti. Þá sitja fulltrúar ráðuneytisins fundi stýrihóps viðbragðsaðila um COVID-19, sem hefur fundað misört í faraldrinum, stundum á hverjum virkum degi en að undanförnu tvisvar í viku, þar sem farið er yfir stöðu faraldursins og horfur framundan. Í hópnum eru sóttvarnalæknir, landlæknir, ríkislögreglustjóri, forstjóri Landspítala, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og aðrir starfsmenn þessara stofnana auk fulltrúa smitrakningarteymis, Rauða krossins sem rekstraraðila sóttvarnahúsa, forsætisráðuneytisins og dómsmálaráðuneytisins. Upplýsingar sem fram koma á þessum fundum eru jafnframt lagðar til grundvallar ákvörðunum ráðherra. Þá hefur ráðherra einnig litið til ráðlegginga frá alþjóðlegum stofnunum, til að mynda Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni og Sóttvarnastofnun Evrópu, auk þess að fylgjast með og afla upplýsinga um stöðu faraldursins og aðgerða í nágrannaríkjum.
    Þá hefur ráðherra ætíð lagt mat á tillögur sóttvarnalæknis út frá reglum um meðalhóf og jafnræði. Það hefur stundum leitt til þess að ráðherra gengur ekki eins langt í reglum og tillögur sóttvarnalæknis. Hefur m.a. verið horft sérstaklega til hagsmuna barna og að skólaganga þeirra verði fyrir sem minnstri röskun en einnig hefur verið brugðist við upplýsingum sem ráðuneytinu hafa borist eða það aflað um að tilteknar reglur setji ef til vill óþarflega miklar skorður á atvinnustarfsemi, svo að dæmi sé nefnt.