Ferill 487. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 701  —  487. mál.




Fyrirspurn


til félags- og vinnumarkaðsráðherra um kærur til úrskurðarnefndar velferðarmála vegna ákvarðana barnaverndaryfirvalda.

Frá Ásthildi Lóu Þórsdóttur.


     1.      Hversu margar kærur bárust úrskurðarnefnd velferðarmála frá ársbyrjun 2016 til ársloka 2021 vegna ákvarðana barnaverndaryfirvalda á grundvelli barnaverndarlaga, nr. 80/2002, sundurliðað eftir árum, því hvaða ákvæði laganna hin kærða ákvörðun byggðist á og hlutaðeigandi yfirvöldum?
     2.      Hversu mörgum umræddra kærumála var vísað frá á þeim grundvelli að barnaverndaryfirvöld tóku mál kæranda til skoðunar á ný á meðan nefndin var með málið til umfjöllunar, sundurliðað eftir árum?
     3.      Hver var meðalmálsmeðferðartími umræddra kærumála, þ.e. frá því að kæra barst og þar til úrskurður lá fyrir, sundurliðað eftir árum, að undanskildum málum sem var vísað frá á þeim grundvelli að kæra barst eftir að kærufrestur rann út?
     4.      Í hversu mörgum umræddra kærumála var málsmeðferðartími hjá nefndinni lengri en þrír mánuðir, sundurliðað eftir árum?
     5.      Hversu oft hafa barnaverndaryfirvöld höfðað dómsmál til að fá úrskurði nefndarinnar hnekkt, sundurliðað eftir árum og yfirvöldum?
     6.      Hversu oft hafa aðrir en barnaverndaryfirvöld höfðað dómsmál til að fá úrskurði nefndarinnar hnekkt, sundurliðað eftir árum?


Skriflegt svar óskast.