Ferill 492. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 706  —  492. mál.
Fyrirspurn


til matvælaráðherra um aukna nýtingu lífræns úrgangs til áburðar.

Frá Líneik Önnu Sævarsdóttur.


    Telur ráðherra mögulegt að auka notkun lífræns efnis sem til fellur sem „úrgangur“ innan lands til áburðargjafar, við matvælaframleiðslu, landgræðslu eða skógrækt? Ef svo er, hvernig hyggst ráðherra beita sér fyrir því?