Ferill 493. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 707  —  493. mál.
Fyrirspurn


til matvælaráðherra um nýtingu lífræns úrgangs til áburðar.

Frá Líneik Önnu Sævarsdóttur.


     1.      Liggja fyrir upplýsingar um hversu mikið af lífrænum úrgangi fellur til árlega hér á landi og hversu stór hluti af honum er nýttur?
     2.      Hvar og hvernig er lífrænn úrgangur nýttur til áburðargjafar, við matvælaframleiðslu, landgræðslu eða skógrækt hér á landi?
     3.      Hvað verður um þann lífræna úrgang sem er ekki nýttur til áburðargjafar?


Skriflegt svar óskast.