Ferill 494. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 710  —  494. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um úrskurð kærunefndar útboðsmála, útboð og stefnumótun um stafræna þjónustu.

Frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur.


     1.      Hvernig hyggst ráðherra bregðast við úrskurði kærunefndar útboðsmála í máli nr. 8/2021 þar sem niðurstaðan var sú að embætti landlæknis hefði verið skylt að bjóða út innkaup á þróun hugbúnaðar á Evrópska efnahagssvæðinu?
     2.      Fer fram eftirlit með því að verkefni sem eru útboðsskyld samkvæmt lögum séu í reynd boðin út?
     3.      Hefur verið unnið að stefnumótun af hálfu ráðuneytisins hvað varðar heilsutækni?
     4.      Hyggst ráðherra grípa til aðgerða til að jafna aðgengi tæknilausna af hálfu hins opinbera og einkaaðila í heilbrigðiskerfinu, sbr. stefnu um stafræna þjónustu hins opinbera frá 2021 þar sem lögð er áhersla á að stafræn þjónusta og nýjar lausnir séu þróaðar í samvinnu við fjölbreyttan hóp fyrirtækja og sérfræðinga, m.a. með hagnýtingu opins hugbúnaðar?


Skriflegt svar óskast.