Ferill 497. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 714 — 497. mál.
Fyrirspurn
til utanríkisráðherra um tengsl kjörræðismanns Íslands í Hvíta-Rússlandi og forseta Hvíta-Rússlands.
Frá Jóhanni Páli Jóhannssyni.
1. Á hverju byggist það mat ráðherra, sem fram kemur í svari við fyrirspurn Stundarinnar, að það sé „orðum aukið“ að Alexander Mosjenskí, kjörræðismaður Íslands í Hvíta-Rússlandi, sé mjög náinn bandamaður Alexanders Lúkasjenkós, forseta landsins?
2. Hvenær kannaði ráðuneytið tengsl Alexanders Mosjenskís og Alexanders Lúkasjenkós, hvernig fór sú athugun fram og hvaða gagna var aflað?
Skriflegt svar óskast.