Ferill 504. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 721  —  504. mál.




Fyrirspurn


til innviðaráðherra um Loftbrú.

Frá Jódísi Skúladóttur.


     1.      Til hvaða ráðstafana hyggst ráðherra grípa til þess að úrræðið Loftbrú nýtist flugfarendum betur þar sem í ljós hefur komið að ef farþegar geta einhverra hluta vegna ekki nýtt sér fluglegg sem bókaður er með Loftbrú rennur styrkurinn engu að síður til flugfélagsins en farþeginn hefur þar tapað einum legg af sex óháð því hvort farþegi á rétt á endurgreiðslu flugmiðans eða ekki?
     2.      Telur ráðherrann koma til álita að fjölga flugleggjum til handa flugfarendum sem fá nú einungis sex flugleggi á ári?
     3.      Hve margar flugferðir hafa fallið niður á kostnað flugfarenda? Svar óskast sundurliðað eftir flugleiðum, tímabilum, kostnaði og nýtingu á Loftbrú eftir áfangastöðum.
     4.      Telur ráðherra að merkja megi breytingar á flugfargjöldum eftir að Loftbrú kom til?


Skriflegt svar óskast.