Ferill 506. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 723  —  506. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um biðlista eftir valaðgerðum.

Frá Hildi Sverrisdóttur.


     1.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að biðtími eftir því að komast í skurðaðgerð á augasteinum verði að hámarki 90 dagar, eins og embætti landlæknis mælist til, t.d. með því að fela einkaaðilum framkvæmd slíkra aðgerða í auknum mæli?
     2.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að biðtími eftir því að komast í liðskiptaaðgerð á mjöðm eða hné verði að hámarki 90 dagar, eins og embætti landlæknis mælist til, t.d. með því að fela einkaaðilum framkvæmd slíkra aðgerða í auknum mæli?