Ferill 507. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 724  —  507. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um læknismeðferð erlendis vegna langs biðtíma innan lands.

Frá Hildi Sverrisdóttur.


     1.      Hversu margir óskuðu eftir læknismeðferð erlendis vegna langs biðtíma innan lands hvert ár frá 2016 til 2021? Hvers konar læknismeðferð var það?
     2.      Hversu margir nutu læknismeðferðar erlendis vegna langs biðtíma innan lands hvert ár frá 2016 til 2021? Hvers konar læknismeðferð var það?
     3.      Hversu miklu fé á föstu verðlagi ársins 2021 vörðu Sjúkratryggingar Íslands hvert ár til þess að greiða læknismeðferð erlendis vegna langs biðtíma innan lands frá 2016 til 2021?
     4.      Hyggst ráðherra fela Sjúkratryggingum Íslands að semja við aðila innan lands um að veita læknismeðferð sem þurft hefur að sækja til útlanda vegna langs biðtíma?


Skriflegt svar óskast.