Ferill 511. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 733  —  511. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um hagrænt mat á þjónustu vistkerfa og virði náttúrunnar.

Frá Evu Dögg Davíðsdóttur.


     1.      Telur ráðherra fýsilegt að gera heildstætt og hagrænt mat á þjónustu vistkerfa Íslands og virði náttúrunnar í efnahagslegum skilningi?
     2.      Hyggst ráðherra beita slíkri vistkerfisnálgun í auknum mæli við stefnumótun og ákvarðanatöku sem tengist t.d. nýtingu á auðlindum?
     3.      Telur ráðherra þörf á að leggja mat á hagrænt gildi óbyggðra víðerna á Íslandi í ljósi sérstöðu þeirra og í ljósi þess að kortleggja þarf víðerni Íslands vegna breytinga á náttúruverndarlögum?


Skriflegt svar óskast.


Greinargerð.

    Dasgupta-skýrslan frá árinu 2021 sýnir fram á mikilvægi þess að hagkerfið taki til náttúrunnar og líffræðilegs fjölbreytileika sem „eigna“ samfélagsins. Samningur Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni leggur að sama skapi áherslu á vægi fjölbreyttra vistkerfa í umhverfislegum, hagrænum og samfélagslegum skilningi.