Ferill 265. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 743  —  265. mál.




Svar


matvælaráðherra við fyrirspurn frá Lilju Rafneyju Magnúsdóttur um ráðstöfun Fiskistofu á aflaheimildum.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hver var úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa skv. 2. tölul. 1. mgr. 10. gr. laga um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006, sundurliðað eftir fiskveiðiárum tímabilið 2018/2019–2020/2021 að báðum árum meðtöldum?
     2.      Hver var úthlutun skel- og rækjubáta skv. 3. mgr. 10. gr. laga um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006, sundurliðað eftir fiskveiðiárum tímabilið 2018/2019–2020/2021 að báðum árum meðtöldum?
    Þess er óskað að eftirfarandi þættir verði tilgreindir: skráningarnúmer, nafn skips og einkennisstafir, eigandi þess, heimahöfn, stærð og útgerðarflokkur viðkomandi skips, úthlutað aflamark, magn úthlutaðra skel- og rækjubóta, aflamark sem flutt hefur verið frá skipinu, afli skips og landaður afli í því byggðarlagi sem tilheyrir byggðakvóta skipsins. Aflatölur og aflamark taki til eftirtalinna tegunda: þorsks, ýsu, ufsa, steinbíts, gullkarfa, keilu og löngu. Allar tölur skulu miðast við óslægðan afla.


    1. Ráðuneytið leitaði til Fiskistofu varðandi töluleg gögn sem nauðsynleg eru til þess að svara fyrirspurninni. Vegna þess hversu umfangsmikil gögn þarf að birta til að svara fyrirspurninni hefur ráðuneytið leitast við að auka skýrleika með því aðlaga framsetningu svars miðað við niðurstöðu hvers fiskveiðiárs á tímabilinu 2018/2019–2020/2021. Svari við þessum lið hefur því verið skipt í þrjá flokka með hliðsjón af efnisatriðum fyrirspurnarinnar. Þannig er upplýsingar um úthlutun almenns byggðakvóta fyrir framangreind fiskveiðiár að finna í fylgiskjali 1, upplýsingar um landanir afla í heimahöfn fyrir framangreind fiskveiðiár er að finna í fylgiskjali 2 og upplýsingar um millifærslur á framangreindum fiskveiðiárum er að finna í fylgiskjali 3.
    Tekið skal fram að ekki er unnt að rekja landanir á afla sem tilkominn er vegna nýtingar á byggðakvóta og því er um að ræða heildarafla sem landað er í heimahöfn í þeim tegundum sem fyrirspurnin nær til. Varðandi millifærslur aflamarks á skipum þá er ekki unnt að rekja hvort millifærsla tiltekins aflamarks er vegna aflamarks sem tilkomið er vegna byggðakvóta þar sem ekki er gerður greinarmunur í gögnum Fiskistofu hver sé uppruni tiltekins aflamarks og hvort það sé tilkomið vegna úthlutunar byggðakvóta heldur er eingöngu unnt að sýna magn færslu til eða frá viðkomandi skipi.
    Allar magntölur í svarinu eru tilgreindar sem óslægt magn í kg.
    2. Á sama hátt og í svari við 1. tölul. þá leitaði ráðuneytið til Fiskistofu varðandi töluleg gögn sem nauðsynleg eru til þess að svara fyrirspurninni. Vegna þess hversu umfangsmikil gögn þarf að birta til að svara fyrirspurninni hefur ráðuneytið leitast við að auka skýrleika með því aðlaga framsetningu svars miðað við niðurstöðu hvers fiskiveiðiárs á tímabilinu 2018/2019–2020/2021. Svari við þessum lið hefur því verið skipt í þrjá flokka með hliðsjón af efnisatriðum fyrirspurnarinnar. Þannig er upplýsingar um úthlutun skel- og rækjubóta fyrir framangreind fiskveiðiár að finna í fylgiskjali 1, upplýsingar um landanir afla í heimahöfn fyrir framangreind fiskveiðiár er að finna í fylgiskjali 2 og upplýsingar um millifærslur á framangreindum fiskveiðiárum er að finna í fylgiskjali 3.
    Eins og fram kemur í svari við 1. tölul. er ekki unnt að rekja landanir á afla sem tilkominn er vegna nýtingar skel- og rækjubóta og því er um að ræða heildarafla sem landað er í heimahöfn í þeim tegundum sem fyrirspurnin nær til. Varðandi millifærslur aflamarks á skipum þá er ekki unnt að rekja hvort millifærsla tiltekins aflamarks er vegna aflamarks sem tilkomið er vegna skel- og rækjubóta þar sem ekki er gerður greinarmunur í gögnum Fiskistofu hver sé uppruni tiltekins aflamarks og hvort það sé tilkomið vegna úthlutunar skel- og rækjubóta heldur er eingöngu unnt að sýna magn færslu til eða frá viðkomandi skipi.
    Allar magntölur í svarinu eru tilgreindar sem óslægt magn í kg.


Fylgiskjöl.


www.althingi.is/altext/pdf/152/fylgiskjol/s0743-f_I.pdf