Ferill 526. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 754  —  526. mál.




Fyrirspurn


til félags- og vinnumarkaðsráðherra um þjónustu við heimilislaust fólk.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hversu margt fólk telst heimilislaust hér á landi og hversu margt af því hefur aðgang að húsnæði? Hvernig skiptist fjöldi þess á milli sveitarfélaga? Hvernig hefur fjöldinn þróast undanfarin fimm ár? Svör óskast skipt eftir kynjum.
     2.      Hvernig er tryggt að heimilislaust fólk fái viðeigandi þjónustu af hálfu þess sveitarfélags þar sem það er staðsett?
     3.      Hefur ráðherra falið Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála að taka málefni heimilislausra sérstaklega fyrir? Ef ekki, hvaða stofnun ber ábyrgð á málefnum heimilislauss fólks?
     4.      Telur ráðherra að ákvæði laga um réttindagæslu fyrir fatlað fólk, nr. 88/2011, megi nýta í þágu heimilislausra? Ef ekki, mun ráðherra leggja til að lagaramminn verði bættur þannig að fólki sem upplifir heimilisleysi á lífsleiðinni sé tryggð réttindagæsla gagnvart opinberum þjónustuaðilum, öðrum stjórnvöldum eða einkaaðilum?


Skriflegt svar óskast.