Ferill 528. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 756  —  528. mál.
Fyrirspurn


til félags- og vinnumarkaðsráðherra um laun og neysluviðmið.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Hvernig hefur núvirtur kaupmáttur launa, með og án fjármagnstekna, þróast á undanförnum 10 árum?
     2.      Hvernig hefur núvirtur kaupmáttur launa, með og án fjármagnstekna, þróast í hverri tekjutíund á undanförnum 10 árum?
     3.      Hvernig hafa núvirtar ráðstöfunartekjur, að meðaltali og miðgildi, þróast á undanförnum 10 árum?
     4.      Hvernig hafa núvirtar ráðstöfunartekjur þróast í hverri tekjutíund á undanförnum 10 árum?
     5.      Hvernig hafa núvirt meðallaun, með og án fjármagnstekna, þróast á undanförnum 10 árum?
     6.      Hvernig hafa núvirt meðallaun hverrar tekjutíundar, með og án fjármagnstekna, þróast á undanförnum 10 árum?
     7.      Hvernig hafa neysluviðmið stjórnvalda þróast á undanförnum 10 árum á núvirði?
     8.      Hvaða ályktanir dregur ráðherra af launaþróun og neysluviðmiðum fyrir mismunandi tekjutíundir á undanförnum 10 árum?


Skriflegt svar óskast.