Ferill 540. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 772  —  540. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um ásættanlegan biðtíma eftir heilbrigðisþjónustu.

Frá Diljá Mist Einarsdóttur.


     1.      Hversu margir þeirra sem leituðu til heilsugæslustöðva hvert ár frá 2016 til 2021 náðu sambandi samdægurs líkt og viðmiðunarmörk embættis landlæknis um ásættanlegan biðtíma eftir heilbrigðisþjónustu miðast við? Hversu margir þeirra sem leituðu til heilsugæslustöðva á sama bili náðu ekki sambandi samdægurs?
     2.      Hversu margir þeirra sem leituðu til heilsugæslustöðva hvert ár frá 2016 til 2021 fengu viðtal innan fimm daga líkt og viðmiðunarmörk embættis landlæknis um ásættanlegan biðtíma eftir heilbrigðisþjónustu miðast við? Hversu margir þeirra sem leituðu til heilsugæslustöðva á sama bili fengu ekki viðtal innan fimm daga?
     3.      Hversu margir þeirra sem leituðu til sérfræðinga hvert ár frá 2016 til 2021 hlutu skoðun innan 30 daga líkt og viðmiðunarmörk embættis landlæknis um ásættanlegan biðtíma eftir heilbrigðisþjónustu miðast við? Hversu margir þeirra sem leituðu til sérfræðinga á sama bili hlutu ekki skoðun innan 30 daga?
     4.      Hversu margir gengust undir aðgerð eða hlutu meðferð hjá sérfræðingi hvert ár frá 2016 til 2021 innan 90 daga frá greiningu líkt og viðmiðunarmörk embættis landlæknis um ásættanlegan biðtíma eftir heilbrigðisþjónustu miðast við? Hversu margir gengust ekki undir aðgerð eða hlutu meðferð hjá sérfræðingi á sama bili innan 90 daga frá greiningu?


Skriflegt svar óskast.