Ferill 558. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 792  —  558. mál.




Fyrirspurn


til mennta- og barnamálaráðherra um styrkingu leikskólastigsins.

Frá Hildu Jönu Gísladóttur.

     1.      Ætlar ráðherra að bregðast við áskorun Sambands íslenskra sveitarfélaga um samvinnu vegna styrkingar leikskólastigsins? Ef svo er, hvernig?
     2.      Tekur ráðherra undir þá sýn sambandsins að þörf sé á nýju uppleggi í umræðu um leikskólamál eigi leikskóli að vera raunhæfur möguleiki að loknu fæðingarorlofi með tilliti til ýmissa þátta er lúta t.d. að mönnun, lagaumhverfi, menntun, starfsþróun o.s.frv.?
     3.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að leikskólinn verði viðurkenndur að fullu sem menntastofnun þannig að sveitarfélögin fái tekjustofn til að standa straum af kostnaði við rekstur leikskóla frá lokum fæðingarorlofs?


Skriflegt svar óskast.