Ferill 604. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 847  —  604. mál.
Fyrirspurn


til mennta- og barnamálaráðherra um námsefnisgerð fyrir framhaldsskóla.

Frá Hildu Jönu Gísladóttur.


     1.      Hversu mikið fjármagn hefur verið veitt í námsefnisgerð fyrir framhaldsskóla á árunum 2016–2021, annars vegar fyrir stúdentsbrautir og hins vegar fyrir iðn- og starfsnám?
     2.      Hversu mikið fjármagn hefur verið veitt í námsefnisgerð fyrir framhaldsskóla á árunum 2016–2021 fyrir nemendur með annað móðurmál en íslensku?


Skriflegt svar óskast.