Ferill 607. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 850  —  607. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um Öldrunarheimili Akureyrarbæjar.

Frá Hildu Jönu Gísladóttur.


     1.      Hyggst ráðherra gera faglega úttekt á starfi Öldrunarheimila Akureyrarbæjar eftir að ríkið fól Heilsuvernd ehf. rekstur þess? Ef svo er, hvenær?
     2.      Stendur til að ríkið kaupi húsnæði Öldrunarheimila Akureyrarbæjar nú þegar sveitarfélagið kemur ekki lengur að rekstri þess?


Skriflegt svar óskast.