Ferill 610. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 856  —  610. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um rannsókn héraðssaksóknara.

Frá Eyjólfi Ármannssyni.


     1.      Hve lengi hefur meint peningaþvætti og mútubrot tengd Samherja í svokölluðu Namibíumáli verið til rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara?
     2.      Hefur héraðssaksóknari óskað eftir auknum fjármunum eða mannafla til að sinna rannsókninni? Ef svo er, hvernig hefur ráðherra brugðist við?
     3.      Er skýrslutökum og gagnaöflun lokið í tengslum við rannsókn málsins?
     4.      Hversu margar skýrslur hafa verið teknar af hversu mörgum aðilum í tengslum við rannsókn málsins?
     5.      Er málið komið í ákærumeðferð?
     6.      Hvenær má vænta þess að rannsókn héraðssaksóknara ljúki?


Skriflegt svar óskast.