Ferill 611. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 857  —  611. mál.
Fyrirspurn


til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um losun gróðurhúsalofttegunda við opinberar framkvæmdir.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Hefur losun gróðurhúsalofttegunda áhrif við mat á framkvæmdakostum við opinberar framkvæmdir?
     2.      Hver er áætluð losun gróðurhúsalofttegunda vegna byggingar nýs Landspítala við Hringbraut? Hver er losunin í samanburði við svipuð verkefni í nágrannalöndunum?
     3.      Hvaða áhrif hefur það á losun gróðurhúsalofttegunda að nýr Landspítali við Hringbraut er byggður samkvæmt amerískum byggingarstöðlum en ekki evrópskum? Er munur og ef svo er, af hverju?
     4.      Hver er áætluð losun gróðurhúsalofttegunda vegna framkvæmda samkvæmt gildandi samgönguáætlun til fimm ára?
     5.      Er gert ráð fyrir kolefnisjöfnun þessara verkefna? Hvernig fer sú jöfnun fram?


Skriflegt svar óskast.