Ferill 612. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 858  —  612. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um skort á læknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki á landsbyggðinni.

Frá Bjarna Jónssyni.


     1.      Hvernig hyggst ráðherra bregðast við bráðum skorti á læknum og heilbrigðisstarfsfólki víða á landsbyggðinni? Telur ráðherra koma til álita að grípa til sértækra aðgerða og ef svo er, hvernig og hvar telur ráðherra brýnast að ráðast í slíkar aðgerðir með vísan til búsetuöryggis?
     2.      Hver er staða þeirra aðgerða sem vísað er til í kafla A.6. Héraðslækningar í þingsályktun nr. 24/148, um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018–2024? Hefur heilsugæslulæknum fjölgað á landsbyggðinni fyrir tilstilli verkefnisins?
     3.      Hver er fjöldi starfandi lækna á landsbyggðinni? Svar óskast sundurliðað eftir starfsstöðvum og eftir því hvort læknar starfi í verktöku, hafi fasta búsetu í nágrenni starfsstöðvar og séu tiltækir á starfsstöð sinni allan ársins hring.


Skriflegt svar óskast.