Ferill 614. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 860  —  614. mál.




Fyrirspurn


til innviðaráðherra um tillögur Skipulagsstofnunar um að synja beri aðalskipulagi.

Frá Birgi Þórarinssyni.


     1.      Telur ráðherra að málsmeðferð Skipulagsstofnunar hafi verið í samræmi við lög þegar hún gerði tillögu um að synja bæri aðalskipulagi í Dalabyggð vegna vindorkugarða í sveitarfélaginu 13. júlí 2021 án þess að hún rökstyddi tillögu sína með greinargerð eins og áskilið er í 4. mgr. 32. gr. skipulagslaga, nr. 123/2010?
     2.      Í hvaða málum hefur Skipulagsstofnun gert tillögu um að synja bæri aðalskipulagi á grundvelli 4. mgr. 32. gr. skipulagslaga frá 1. janúar 2011?


Skriflegt svar óskast.