Ferill 616. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 862 — 616. mál.
Fyrirspurn
til innviðaráðherra um aðgerðir í kjölfar snjóflóða á Flateyri.
Frá Höllu Signýju Kristjánsdóttur.
1. Hefur tillögu aðgerðahóps sem skipaður var í kjölfar snjóflóða á Flateyri árið 2020 um að koma á fót byggðaþróunarverkefni í sjávarútvegi í samstarfi við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti sem þá var, Ísafjarðarbæ og Byggðastofnun verið hrint í framkvæmd? Ef svo er ekki, hyggst ráðherra beita sér fyrir því?
2. Hefur tillögu aðgerðahópsins um að stofnaður verði sérstakur lánaflokkur á hagstæðum kjörum til framkvæmda og viðhalds á atvinnuhúsnæði í byggðarlögum sem glíma við afleiðingar náttúruhamfara og þar sem ætla má að markaðsbrestur hamli uppbyggingu atvinnuhúsnæðis og fjármögnun þess verið hrint í framkvæmd? Ef svo er ekki, hyggst ráðherra beita sér fyrir því?
3. Hefur tillögu aðgerðahópsins um að komið verði á fót starfshópi um íbúðarhúsnæði á Flateyri verið hrint í framkvæmd? Ef svo er ekki, hyggst ráðherra beita sér fyrir því?
4. Hefur tillögu aðgerðahópsins um að hefja tilraunaverkefni um almenningssamgöngur milli Flateyrar og Ísafjarðar sem byggðist á aðgerð A.10 í byggðaáætlun verið hrint í framkvæmd? Ef svo er ekki, hyggst ráðherra beita sér fyrir því?
Skriflegt svar óskast.