Ferill 617. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 863  —  617. mál.
Fyrirspurn


til utanríkisráðherra um vopnaflutninga til Sádi-Arabíu
og Sameinuðu arabísku furstadæmanna.


Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hversu margar umsóknir um flutning hergagna með íslenskum loftförum til Sádi-Arabíu hafa verið afgreiddar frá því að ábyrgð á leyfisveitingum færðist til ráðuneytisins? Hversu margar þeirra hafa verið samþykktar hvert ár?
     2.      Hversu margar umsóknir um flutning hergagna með íslenskum loftförum til Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafa verið afgreiddar frá því að ábyrgð á leyfisveitingum færðist til ráðuneytisins? Hversu margar þeirra hafa verið samþykktar hvert ár?
     3.      Hefur ráðuneytið fullvissu fyrir því að hergögn sem falla undir framangreindar leyfisveitingar hafi ekki ratað í hendur stríðandi aðila í Jemen?


Skriflegt svar óskast.