Ferill 619. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 865  —  619. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um móttökustöðvar fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Telur ráðherra að þvinguð vistun umsækjenda um alþjóðlega vernd í móttökustöðvum þar sem ferðafrelsi einstaklinga er skert og þeir lokaðir inni, sbr. viðbragðsáætlun ríkislögreglustjóra vegna yfirálags á landamærum vegna umsókna um alþjóðavernd, standist 67. gr. stjórnarskrárinnar? Hvaða lagaheimild er fyrir slíkri þvingaðri vistun í móttökustöðvum?
     2.      Telur ráðherra að eftirlit með umsækjendum um alþjóðlega vernd í móttökustöðvum, svo sem líkamsleit, myndavélaeftirlit og leit í sorpi, sbr. sömu viðbragðsáætlun, standist 71. gr. stjórnarskrárinnar? Hvaða lagaheimild er fyrir slíku eftirliti?


Skriflegt svar óskast.