Ferill 620. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 866  —  620. mál.
Fyrirspurn


til félags- og vinnumarkaðsráðherra um móttöku flóttafólks.

Frá Þórunni Sveinbjarnardóttur.


     1.      Hafa verið gerðir samningar við sveitarfélög á síðastliðnum tveimur mánuðum um móttöku flóttafólks? Ef svo er, við hvaða sveitarfélög?
     2.      Hefur verið tekin ákvörðun um það hvaða aðili eða stofnun taki við þjónustuhlutverki Útlendingastofnunar við umsækjendur um alþjóðlega vernd eftir 1. júlí nk.?


Skriflegt svar óskast.