Ferill 622. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 869  —  622. mál.
Fyrirspurn


til félags- og vinnumarkaðsráðherra um aðgerðir til að auðvelda aðgengi erlendra sérfræðinga utan EES að íslenskum vinnumarkaði.

Frá Jóhanni Páli Jóhannssyni.


     1.      Til hvaða aðgerða hefur ráðherra gripið til að auðvelda aðgengi erlendra sérfræðinga frá ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins að íslenskum vinnumarkaði?
     2.      Hyggst ráðherra grípa til frekari aðgerða til að auðvelda aðgengi erlendra sérfræðinga frá ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins að íslenskum vinnumarkaði? Ef svo er, til hvaða aðgerða og hvenær er gert ráð fyrir að þeim verði lokið?
     3.      Hyggst ráðherra grípa til aðgerða til að auka réttindi erlendra sérfræðinga og fjölskyldna þeirra frá ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins sem fá dvalar- og atvinnuleyfi á Íslandi? Ef svo er, til hvaða aðgerða og hvenær er gert ráð fyrir að þeim verði lokið?
     4.      Hefur verið gripið til aðgerða til að stytta afgreiðslutíma umsókna sérfræðinga frá ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins um dvalar- og atvinnuleyfi á Íslandi? Ef svo er, hvenær er gert ráð fyrir að þeim verði lokið?


Skriflegt svar óskast.