Ferill 626. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 873  —  626. mál.
Fyrirspurn


til háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um stöðu kvenna í nýsköpun.

Frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur.


     1.      Hyggst ráðherra flétta jafnréttisstefnu inn í framtíðarsýn sína um að íslenskt hugvit verði stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar?
     2.      Telur ráðherra að gæta þurfi að jafnréttissjónarmiðum sem leiðarstefi í því markmiði stjórnvalda að efla fjárfestingarumhverfi sprota- og nýsköpunarfyrirtækja?
     3.      Telur ráðherra ástæðu til að greind verði kynjahlutföll umsækjenda um fjármögnun nýsköpunarfyrirtækja í gegnum opinbera fjárfestingarsjóði sem og kynjahlutföll þeirra sem hljóta fjármögnun? Liggja fyrir opinber gögn um kynjahlutföll umsækjenda og þeirra sem nú þegar hljóta fjármögnun?
     4.      Telur ráðherra að til greina komi að við úthlutun fjárveitinga, t.d. af hálfu Kríu – sprota- og nýsköpunarsjóðs og Rannís, verði litið til jafnréttissjónarmiða eða gerðar kröfur þar um í reglugerð eða lögum?


Skriflegt svar óskast.