Ferill 185. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 887  —  185. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um áhafnir skipa.

Frá meiri hluta umhverfis- og samgöngunefndar (VilÁ, HSK, IÓI, NTF, OPJ).


     1.      Við 2. mgr. 1. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þó taka lögin ekki til skipa sem sigla undir fána erlends ríkis sem samþykkt hefur SOLAS-alþjóðasamninginn.
     2.      Við 2. gr.
                  a.      Í stað orðanna „laga um skipamælingar“ í 5. tölul. komi: skipalaga.
                  b.      Í stað orðanna „lögum um skráningu skipa“ í 10., 14., 22., 23., og 37. tölul. komi: skipalögum.
                  c.      Í stað orðanna „útsýnis- og skoðunarferðum“ í 18. tölul. komi: útsýnis-, skoðunar- og veiðiferðum.
                  d.      Við bætist nýr töluliður sem verði 31. tölul. og orðist svo: SOLAS-alþjóðasamningurinn er alþjóðasamningur um öryggi mannslífa á hafinu frá 1974 með þeim breytingum sem íslenska ríkið hefur fullgilt.
                  e.      Í stað „16“ í 46. tölul. komi: 15.
     3.      1. málsl. 3. mgr. 3. gr. orðist svo: Auk framhaldsskóla getur Samgöngustofa veitt fræðslustofnunum, sem hafa starfsleyfi yfirvalda menntamála og teljast ekki framhaldsskólar, heimild til að bjóða upp á smáskipanám.
     4.      Í stað orðanna „hér á landi“ í 2. málsl. 1. mgr. 5. gr. komi: á Evrópska efnahagssvæðinu og hefur viðeigandi hæfnisskírteini því til staðfestingar.
     5.      Í stað 3. málsl. 2. mgr. 7. gr. komi tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Við endurnýjun skírteina skal umsækjandi hafa viðeigandi fjarskiptaskírteini og fullnægja sömu heilbrigðiskröfum og kröfum til öryggisfræðslu og þarf til að öðlast skírteini. Auk þess skal umsækjandi:
        1.    hafa að baki siglingatíma í stöðu sem skírteini veitir honum rétt til í að minnsta kosti tólf mánuði á síðustu fimm árum,
        2.    hafa verið í starfi sem samsvarar viðkomandi skírteini og telst að minnsta kosti sambærilegt við siglingatíma sem krafist er skv. 1. tölul.,
        3.     standast viðurkennt próf,
        4.     ljúka á fullnægjandi hátt viðurkenndu endurmenntunarnámskeiði, eða
        5.    hafa siglingatíma sem yfirmaður í a.m.k. þrjá mánuði í næstu lægri stöðu sem hann á tilkall til samkvæmt skírteini sínu.
     6.      3. málsl. 8. gr. orðist svo: Samgöngustofu er heimilt að veita í allt að þrjá mánuði lögmætum handhöfum erlendra skírteina leyfi til að gegna tilteknu starfi á tilteknu skipi, þar sem krafist er skírteinis, ef lögð eru fram vottorð eða skírteini sem eru í gildi á meðan eða þar til Samgöngustofa hefur sannreynt viðkomandi gögn og viðurkennt erlenda skírteinið enda geti viðkomandi skilið fyrirmæli yfirmanns skipsins og stjórnað verkum í þeirra umboði.
     7.      Á eftir orðinu „útivist“ í 1. málsl. 1. mgr. 14. gr. komi: staðfestingu á að skipverji hafi hlotið öryggisfræðslu í Slysavarnaskóla sjómanna eða á annan hátt.
     8.      2. mgr. 16. gr. orðist svo:
             Um fjölda stýrimanna á fiskiskipum og öðrum skipum fer sem hér segir:
              a.      Á skipi sem er 15 metrar að skráningarlengd og styttra er heimilt að vera án stýrimanns sé útivist 14 klst. á hverju 24 klst. tímabili eða styttri. Fari útivist skipsins yfir 14 klst. skal auk skipstjóra vera stýrimaður um borð. Þegar eigandi skips samkvæmt skipaskrá er lögskráður sem skipstjóri og er einn um borð þarf ekki stýrimann þótt útivist fari yfir 14 klst.
              b.      Á skipi sem er lengra en 15 metrar og styttra en 24 metrar að skráningarlengd skal vera stýrimaður ef útivera skips fer fram úr 14 klst. á hverju 24 klst. tímabili. Á skipi þar sem daglegur útivistartími er 14 klst. eða styttri er heimilt að vera án stýrimanns.
              c.      Á skipi sem er 24 metrar að skráningarlengd eða lengra en styttra en 45 metrar að skráningarlengd skal vera stýrimaður.
              d.      Á skipi sem er 45 metrar eða lengra að skráningarlengd skulu vera tveir stýrimenn.
     9.      Við a- lið 1. mgr. 17. gr.
                  a.      1. tölul. orðist svo: Smáskipavélavörður, sé skipið 15 metrar að skráningarlengd eða styttra, enda sé útivist skipsins 14 klst. á hverju 24 klst. tímabili eða styttri. Fari útivist yfir 14 klst. skal jafnframt vera annar smáskipavélavörður. Smáskipavélavörður má vera hinn sami og skipstjórnarmaður hafi hann tilskilin réttindi til að gegna báðum stöðum. Þegar eigandi skips samkvæmt skipaskrá er lögskráður sem smáskipavélavörður og skipstjóri og er einn um borð þarf ekki annan smáskipavélavörð þótt útivist fari yfir 14 klst.
                  b.      2. málsl. 2. tölul. orðist svo: Á skipi þar sem daglegur útivistartími er 14 klst. á hverju 24. klst. tímabili eða styttri er heimilt að vera án vélavarðar.
     10.      Við 1. mgr. 20. gr.
                  a.      Orðin „í höfn“ í 1. málsl. falli brott.
                  b.      Á eftir 1. málsl. komi nýr málsliður, svohljóðandi: Skipstjóri farþega- og flutningaskips skal jafnframt tryggja að ávallt sé staðin örugg vakt um borð þegar skip er í höfn.
     11.      Á eftir 1. mgr. 21. gr. komi ný málsgrein, svohljóðandi:
             Vaktafyrirkomulag og heildarmönnun fiskiskipa skal ávallt hagað þannig að vinnu- og hvíldartími áhafnar sé í samræmi við 1. mgr. Þó á 1. mgr. ekki við um eiganda skips samkvæmt skipaskrá þegar hann er lögskráður sem skipstjóri og er einn um borð.
     12.      23. gr. falli brott ásamt fyrirsögn.
     13.      Í stað orðanna „lögum um eftirlit með skipum“ í 3. málsl. 4. mgr. 26. gr. komi: skipalögum.
     14.      Við 3. mgr. 31. gr. bætist: sem og hvort öðrum ákvæðum 28. gr. sé framfylgt.
     15.      2. mgr. 32. gr. verði 2. málsl. 1. mgr.
     16.      1. málsl. 4. mgr. 33. gr. orðist svo: Við ákvörðun um fjárhæð sekta skal meðal annars taka tillit til þess hve lengi brot hefur staðið yfir, samstarfsvilja hins brotlega, hvort brot var framið af ásetningi eða gáleysi og hvort um ítrekað brot er að ræða.
     17.      1. mgr. 34. gr. orðist svo:
             Samgöngustofu er heimilt að svipta einstakling starfsréttindum til bráðabirgða fyrir grun um meiri háttar brot gegn ákvæðum laga þessara þar til fyrir liggur hvort einstaklingur verður látinn sæta refsingu á grundvelli 34. gr.
     18.      2. málsl. 1. mgr. 35. gr. falli brott.
     19.      Við 36. gr.
              a.      5. málsl. 2. mgr. falli brott.
              b.      3. mgr. orðist svo:
                      Varði brot á lögum þessum refsiábyrgð fyrir bæði einstakling og lögaðila skal meta, með tilliti til grófleika brots og réttarvörslusjónarmiða, hvort báðir skuli kærðir til lögreglu eða einungis annar. Kæra til lögreglu útilokar ekki að öðrum aðila verði gerð stjórnvaldssekt vegna sama brots.
              c.      6. mgr. falli brott.
     20.      Við 1. mgr. 40. gr. bætist: nema 1. tölul. 40. gr. sem öðlast þegar gildi.
     21.      Við bætist ný grein, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:

Breyting á öðrum lögum.

                 Við gildistöku laga þessara verða eftirfarandi breytingar á öðrum lögum:
              1.      Lög nr. 30/2007, um áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa, með síðari breytingum: Á eftir 5. mgr. 12. gr. laganna kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
                     Þrátt fyrir ákvæði b-liðar 1. mgr. er hásetum á skipum, 15 metrar að skráningarlengd eða styttri, sem hafa að baki siglingatíma í tólf mánuði á síðastliðnum þremur árum, heimilt að gegna stöðu stýrimanns sé útivist skips styttri en 19 tímar.
              2.      Lög nr. 41/1979, um landhelgi, aðlægt belti, efnahagslögsögu og landgrunn, með síðari breytingum: Á eftir 2. mgr. 1. gr. laganna kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
                     Innsævi er hafsvæði landmegin við grunnlínur.
     22.      Við bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
             Þrátt fyrir ákvæði a-liðar 2. mgr. 16. gr. er hásetum, sem hafa að baki siglingatíma í tólf mánuði á síðastliðnum þremur árum, heimilt til 1. júlí 2024 að gegna stöðu stýrimanns sé útivist skips styttri en 19 tímar.