Ferill 634. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 890 — 634. mál.
Fyrirspurn
til heilbrigðisráðherra um geðheilbrigðisþjónustu við fanga.
Frá Daníel E. Arnarssyni.
1. Hver er staða þeirra aðgerða sem ráðist var í til að bregðast við bráðum áfengis- og vímuefnavanda í fangelsum landsins líkt og bent er á í úttekt Evrópunefndar um varnir gegn pyndingum og ómannlegri og vanvirðandi meðferð eða refsingu frá maí 2019?
2. Hvernig hefur gengið að efla geðheilsuteymi innan fangelsa og ganga tillögur í skýrslu stýrihóps um málefni fanga og um fjölda starfsfólks nægilega langt að mati ráðherra?
3. Telur ráðherra að geðheilbrigðisþjónusta við fanga sé nægilega tryggð hér á landi?
4. Hver er fjöldi fíknifræðinga og geðheilbrigðisstarfsfólks sem starfar innan fangelsa hér á landi og hvernig skiptist hópurinn?
Skriflegt svar óskast.