Ferill 635. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 891  —  635. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um sérstaka kvennamóttöku á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Frá Daníel E. Arnarssyni.


     1.      Hver er staða tilraunaverkefnis heilbrigðisráðuneytis og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um sérstaka kvennamóttöku hjá heilsugæslunni? Telur ráðherra tilefni til að stofna fleiri slíkar móttökur?
     2.      Telur ráðherra að aukið fjármagn þurfi til svo að verkefnið komist á legg? Hyggst ráðherra tryggja það fjármagn ef þess gerist þörf?
     3.      Telur ráðherra að þörf sé á sérstakri kvennamóttöku í ljósi vísbendinga um að heilsuvanda kvenna sé ekki mætt sem skyldi?


Skriflegt svar óskast.