Ferill 639. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 896  —  639. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um útburð úr íbúðarhúsnæði.

Frá Ásthildi Lóu Þórsdóttur.


    Hversu oft hefur komið til útburðar úr íbúðarhúsnæði árin 2000–2021 á grundvelli laga um aðför, nr. 90/1989? Svar óskast sundurliðað eftir árum, embættum sýslumanna og, eftir því sem unnt er, hvort um var að ræða leiguhúsnæði eða eigið húsnæði sem íbúar misstu yfirráð yfir?


Skriflegt svar óskast.