Ferill 640. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 897  —  640. mál.
Fyrirspurn


til utanríkisráðherra um áhrif breytts öryggisumhverfis.

Frá Diljá Mist Einarsdóttur.


     1.      Hafa áherslur í utanríkismálum tekið breytingum sl. áratug vegna breytts öryggisumhverfis og örrar tækniþróunar, m.a. með hliðsjón af fjölþáttaógnum, og ef svo er, hvernig?
     2.      Hefur skipulag ráðuneytisins tekið breytingum sl. áratug vegna breytts öryggisumhverfis og ef svo er, hvernig?
     3.      Hefur alþjóðlegt samstarf sem Ísland tekur þátt í tekið breytingum sl. áratug vegna breytts öryggisumhverfis og ef svo er, hvernig?
     4.      Hefur innlent samstarf, m.a. innan stjórnsýslunnar, tekið breytingum sl. áratug vegna breytts öryggisumhverfis og ef svo er, hvernig?
     5.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir auknum vörnum gegn fjölþáttaógnum, þ.m.t. netógnum, og ef svo er, þá hvernig?


Skriflegt svar óskast.