Ferill 641. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 898  —  641. mál.




Fyrirspurn


til menningar- og viðskiptaráðherra um skaðabótarétt vegna samkeppnislagabrota.

Frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur.


     1.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir lagabreytingum til að styrkja réttarstöðu þolenda samkeppnislagabrota með innleiðingu á skaðabótatilskipun ESB ( 2014/104/ESB) og með því að auðvelda neytendum að sækja skaðabætur fyrir samkeppnislagabrot í samræmi við ábendingar Samkeppniseftirlitsins?
     2.      Telur ráðherra unnt að ná markmiðum núgildandi samkeppnislöggjafar án þess að neytendur hafi virk lagaúrræði til að sækja skaðabætur?
     3.      Telur ráðherra rétt að koma til móts við hagsmuni neytenda þegar verðsamráð hefur verið staðfest þannig að gengið verði út frá því að slík háttsemi hafi í för með sér tjón fyrir neytendur í stað þess að þeir þurfi sjálfir að sanna samráð, orsakasamhengi og tjón sitt?


Skriflegt svar óskast.