Ferill 644. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 902  —  644. mál.
Fyrirspurn


til menningar- og viðskiptaráðherra um Íslenska dansflokkinn.

Frá Daníel E. Arnarssyni.


     1.      Hefur ráðherra í hyggju að útvega Íslenska dansflokknum varanlegt húsnæði?
     2.      Hvers vegna hefur hækkun framlaga til Íslenska dansflokksins ekki haldist í hendur við hækkun framlaga til annarra sviðslistahópa sem starfa með stuðningi ríkisins?
     3.      Eru framlög, laun, húsnæði og umfang sviðslistahópa sem starfa með stuðningi íslenska ríkisins samræmd hjá ráðuneytinu?


Skriflegt svar óskast.